fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Xi Jinping varar við nýju „köldu stríði“ ef Bandaríkin halda fast í verndarstefnu sína

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 09:00

Xi Jinping, forseti Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xi Jinping, forseti Kína, ávarpaði World Economic Forum á mánudaginn. Hann hvatti til alþjóðlegrar samvinnu gegn efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar og varaði Joe Biden, Bandaríkjaforseta, við hættunni á nýju „köldu stríði“ ef Biden heldur fast í verndarstefnuna sem Donald Trump, forveri hans í forsetaembættinu, kom á.

Samkvæmt frétt The Guardian þá hvatti Xi til alþjóðlegrar samvinnu gegn efnahagsvandanum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér og sagði að ekki eigi að nota faraldurinn sem afsökun fyrir að hverfa frá alþjóðavæðingu og snúa til einangrunarstefnu.

Hann forðaðist að nefna Biden og Trump með nafni í þessari fyrstu ræðu sinni eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum en sagði skýrt og greinilega að Kína myndi ekki láta stjórna sér frá Washington. Hann sagði að það að viðhalda verndarstefnu eða hefja nýtt kalt stríð muni ýta undir klofning og jafnvel átök í heiminum.

Hann sagði að ekkert eitt ríki geti leyst alþjóðleg vandamál. Það verði að vera alþjóðleg samvinna til að leysa málin.

Biden hefur ekki gefið til kynna að hann hyggist breyta út af harðri stefnu Trump gagnvart Kína og mun fljótlega kynna „buy American“ stefnu sína til að örva bandaríska framleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt