fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Síðdegisblundur getur viðhaldið andlegu atgervi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að fá sér reglulegan síðdegisblund getur verið leið til að viðhalda andlegu atgervi þegar aldurinn færist yfir ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu General Psychiatry. Í henni var svefnmynstur 2.214 heilbrigðra einstaklinga, 60 ára og eldri, í nokkrum kínverskum stórborgum rannsakað. 1.534 þeirra fengu sér reglulega síðdegisblund sem varði allt frá fimm mínútum upp í tvær klukkustundir. 680 fengu sér ekki síðdegisblund. Sky News skýrir frá þessu.

Próf var lagt fyrir þátttakendurna og var niðurstaða þess að þeir sem fengu sér síðdegisblund voru betur áttaðir, áttu auðveldar með að tjá sig og minni þeirra var betra.

Í niðurstöðu rannsóknarinnar segja vísindamennirnir að ekki sé hægt að draga þá ályktun að síðdegisblundur komi í veg fyrir að fólk þjáist af elliglöpum og hrörnandi vitsmunum eða hvort blundurinn sé einkenni elliglapa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi