„Við fengum handskrifuð bréf í pósti, með einu var lykkja sem við gátum hengt barnið okkar í. Þegar þú lest þessi skilaboð og sérð lykkjuna bregður þér. Þetta var augnablikið sem ég sá að þetta gæti ekki gengið svona,“ sagði Groenewegen í samtali við Wielerflits.
Í nokkrar vikur eftir slysið gætti lögreglan því heimilis hans og hann fékk lögregluvernd þegar hann fór út fyrir hússins dyr. „Við kærðum þetta til lögreglunnar sem brást strax við. Það sýnir hversu alvarlegar þessara hótanir voru. Auðvitað snertir þetta þig. Hvað var í gangi? Hvernig gat þetta gerst? Hversu sjúkur er þessi heimur sem við búum í?“ sagði Groenwegen.
Hann var dæmdur í níu mánaða keppnisbann fyrir hans þátt í því að Jakobsen datt. Bannið endar í maí. Hann sagði að hótanirnar gegn honum og barni hans hafi verið miklu erfiðari en keppnisbannið.