Viðvörunin var send út á vegum innanríkisráðuneytisins á sunnudagskvöldið klukkan 20.36 á Twitter. Í henni kom fram að jarðskjálfti upp á 7,1 hefði orðið. Var fólk hvatt til að forða sér frá strandsvæðum vegna flóðbylgjuhættu. En viðvörunin var einnig, fyrir mistök, send í farsíma um allt land.
CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirvöld segi að um tæknibilun hafi verið að ræða og því hafi viðvörunin verið send í farsíma um allt land.