fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

„Hræðileg upplifun fyrir þessar tvær konur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 22:15

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn voru tvær konur, 23 og 26 ára, í göngutúr í Randers í Danmörku. Þá sáu þær að maður virtist vera að reyna að brjótast inn í hús. Konurnar reyndu að stöðva manninn en hann var að reyna að brjótast inn hjá konu, sem hann þekkir, til að stela farsíma hennar. Maðurinn brást illa við þessum afskiptum þeirra og elti þær.

Þegar maðurinn, sem er þrítugur, náði konunum lamdi hann þær. „Þetta hefur verið hræðileg upplifun fyrir þessar tvær konur. Þær reyndu bara að koma til aðstoðar og svo er ráðist á þær,“ hefur BT eftir talsmanni lögreglunnar.

Maðurinn lamdi aðra konuna í höfuðið með krepptum hnefa og síðan lamdi hann höfði hennar niður í bíl. Hún missti meðvitund í stutta stund. Hann sparkaði síðan margoft í höfuð og líkama hinnar konunnar.

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Hann verður í einangrun á lokaðri geðdeild. Hann neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár