fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Harmleikur í Þýskalandi – Létu ekki vita af COVID-19 veikindum sínum og létust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 05:46

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Munkenreuth, sem er norðaustan við Nürnberg, fundust mæðgin látin á heimili sínu á jóladag. Þau höfðu látist af völdum COVID-19 en höfðu ekki gert neinum viðvart um að þau væru veik.

Móðirin, sem var 76 ára, fannst í rúmi sínu á efri hæð hússins en sonurinn, 54 ára, fannst í hægindastól á neðri hæðinni. Bild skýrir frá þessu.

Rúmlega 52.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi en andlát mæðginanna hefur vakið meiri athygli en flest önnur dauðsföll af völdum veirunnar þar í landi vegna hinna sérstöku kringumstæðna.

Réttarmeinafræðileg rannsókn á líkunum leiddi í ljós að mæðginin létust af völdum COVID-19. Útilokað er að um slys, sjálfsvíg eða afbrot hafi verið að ræða.

Það var áhyggjufullur vinur mæðginanna sem bað nágranna um að kanna með þau þegar hann náði ekki sambandi við þau. Nágrannar höfðu heldur ekki séð þau um hríð en töldu að allt væri í lagi því ljós í húsinu kviknuðu á hverju kvöldi. En ljósin voru tímastillt.

Þegar nágranni fór að húsinu með vasaljós og lýsti inn í stofuna sá hann soninn lífvana í hægindastólnum. Lögreglan braut sér leið inn í húsið og fann mæðginin látin. Sonurinn var með dagblað hjá sér og út frá dagsetningunni á því og því sem var í póstkassanum og ruslinu komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að þau hafi verið látin í um 10 daga þegar þau fundust.

Sonurinn starfaði hjá skipulagsyfirvöldum á svæðinu en þar hafði enginn saknað hans því hann vann heima eins og svo margir aðrir gera þessi misserin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans