fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hafa áhyggjur af að bóluefnið frá AstraZeneca verði ekki samþykkt fyrir 65 ára og eldri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 09:00

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan þýsku ríkisstjórnarinnar eru uppi áhyggjur um virkni bóluefnisins frá AstraZeneca fyrir fólk 65 ára og eldra. Er óttast að Evrópska lyfjastofnunin muni ekki veita heimild til notkunar bóluefnisins fyrir þá sem eru 65 ára og eldri.

Bild og Handelsblatt hafa þetta eftir heimildarmönnum í ríkisstjórninni. Reiknað er með að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi nú í vikunni en það er að sögn heimildarmanna þýsku blaðanna ekki mjög áhrifaríkt hjá fólki 65 ára og eldra.

Þýska ríkisstjórnin telur að bóluefnið hafi aðeins 8% virkni hjá þessum aldurshópi að sögn Handelsblatt. Það þýðir að af 100 manns, sem hafa verið bólusettir, njóta aðeins 8 verndar gegn smiti.

AstraZeneca vísaði þessum fréttum þýsku blaðanna á bug í gærkvöldi og sagði fullyrðingar um að bóluefnið veiti eldra fólki litla vörn vera „algjörlega rangar“.

Ef áhrif bóluefnisins eru lítil mun það vera þungt högg fyrir bólusetningaráætlun þýsku ríkisstjórnarinnar.

AstraZeneca á einnig undir högg að sækja frá ESB eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki afhent eins mikið af bóluefninu næstu vikur eins og samið hafði verið um og bar við töfum í framleiðslu. Sagðist fyrirtækið að á fyrsta ársfjórðungi muni það því afhenda ESB 60% færri skammta en um var samið. Framkvæmdastjórn ESB hefur brugðist harkalega við þessu og krafið fyrirtækið um svör og segist vænta þess að staðið verði við gerða samninga.

Eric Mamer, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði að ESB hafi samið við AstraZeneca í ágúst og greitt fyrirtækinu háar fjárhæðir, sem nemur um 50 milljörðum íslenskra króna, til að aðstoða fyrirtækið við að auka framleiðslugetu sína þannig að það væri vel í stakk búið til framleiðslu þegar bóluefnið fengi markaðsleyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn