fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fauci segist aldrei hafa íhugað það en eiginkonan hafi nefnt það

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 06:58

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, segir að samband hans og Donald Trump, fyrrum forseta, hafi í vaskinn strax í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þá þurftu þeir að eiga í miklum samskiptum.

Í þrjú ár vissi Trump varla hver Fauci var en það gjörbreyttist þegar heimsfaraldurinn skall á. Þetta kemur fram í viðtali The New York Times við Fauci sem er yfirmaður bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar. Munurinn og gjáin á milli Fauci og Trump kom sérstaklega vel í ljós þegar kórónuveirufaraldur herjaði af miklum krafti á New York borg síðasta vor. „Ég reyndi að útskýra hversu alvarleg staðan var en forsetinn svaraði alltaf eitthvað á þessa leið: „Já, en þetta er ekki svo slæmt, er það?“ Þá svaraði ég: „Jú, þetta er nákvæmlega svo slæmt.““

Í viðtalinu segir Fauci einnig að það hafi valdið honum miklum áhyggjur að Trump tók oft gagnrýnislaust við símtölum frá fólki í fyrirtækjum og í framhaldinu hafi hann stundum mælt með ákveðnum meðferðarúrræðum við kórónuveirusýkingum. Í upphafi faraldursins reyndi Trump til dæmis oft að mæla með notkun hydroxychloroquine en það reyndist síðan ekki hafa nein áhrif.

Fauci segir einnig að hann hafi reynt að útskýra fyrir Trump hvernig ferlið er þegar sótt er um markaðsleyfi fyrir ný lyf. „Ég reyndi að útskýra á rólegan hátt hvernig klínískar rannsóknir eru notaðar til að sjá hvort eitthvað virki, maður safnar upplýsingum og fær faglegt mat á þeim. Þá sagði hann: „Nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, þetta virkar alveg.““

Hann segir einnig að hann hafi aldrei íhugað að segja upp en að eiginkona hans hafi viðrað þá hugmynd við hann. Fauci hefur starfað fyrir heilbrigðisyfirvöld í rúmlega 50 ár. Hann segist ekki vita hvenær hann hætti en hann er orðinn áttræður. Hann segist þó gjarnan vilja vinna þar til búið er að gera út af við heimsfaraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í