fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Kínverjar byggja sóttkvíarmiðstöð fyrir 4.000 manns

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 08:00

Hér verður hægt að hafa 4.000 manns í sóttkví. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar keppast nú við að reisa sóttkvíarmiðstöð sem á að geta hýst allt að 4.000 manns. Hún verður í Shijiazhuang í norðurhluta landsins en þar hefur kórónuveiran látið á sér kræla á nýjan leik að undanförnu. Kínverskum stjórnvöldum hefur tekist ágætlega við að halda faraldrinum niður fram að þessu en síðustu daga hafa borist fregnir af því að hún sé að skjóta upp kollinum hér og þar.

Washington Post segir að stjórnvöld hafi miklar áhyggjur af nýársfögnuði Kínverja um miðjan febrúar en venjulega leggja milljónir landsmanna land undir fót í tengslum við hátíðina til að fagna með fjölskyldu og vinum.

Um eitt ár er síðan fregnir fóru að berast af dularfullum öndunarfæralíkum sjúkdómi sem væri kominn á kreik í Kína. Í kjölfarið barst veiran út um allan heim og er heimsbyggðin enn að glíma við hana.

Kínverjar hafa áður haft hraðar hendur við að reisa nauðsynleg mannvirki og það ætla þeir einnig að gera núna. Framkvæmdirnar hófust 13. janúar og á að ljúka á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú