Washington Post segir að stjórnvöld hafi miklar áhyggjur af nýársfögnuði Kínverja um miðjan febrúar en venjulega leggja milljónir landsmanna land undir fót í tengslum við hátíðina til að fagna með fjölskyldu og vinum.
Um eitt ár er síðan fregnir fóru að berast af dularfullum öndunarfæralíkum sjúkdómi sem væri kominn á kreik í Kína. Í kjölfarið barst veiran út um allan heim og er heimsbyggðin enn að glíma við hana.
Kínverjar hafa áður haft hraðar hendur við að reisa nauðsynleg mannvirki og það ætla þeir einnig að gera núna. Framkvæmdirnar hófust 13. janúar og á að ljúka á næstu dögum.