fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga taílenska konunginn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 20:00

Maha Vajiralongkorn konungur Taílands. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn dæmdi taílenskur dómstóll Anchan Prrelert, 65 ára, í 43 ára fangelsi fyrir að hafa móðgað konung landsins. Dómurinn er talinn vera viðvörun til mótmælenda sem krefjast breytinga í konungsríkinu.

The Guardian segir að talið sé að dómurinn sé sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp á grundvelli laga um konungdæmið. Ungt fólk hefur mánuðum saman mótmælt og krafist umbóta og meira lýðræðis. Líklegt er talið að dómurinn muni láta kalt vatn renna milli skins og hörunds á mörgum mótmælendum en margir leiðtogar mótmælenda og aðgerðasinnar hafa verið ákærðir fyrir það sama og konan.

Taílensk lög, sem taka á gagnrýni í garð konungsins og öllu því sem þykir gera lítið úr honum, eru ein þau ströngustu í heimi á þessu sviði. Samkvæmt þeim er hægt að dæma fólk í allt að 15 ára fangelsi fyrir hvert brot.

Preelert játaði að hafa dreift hljóðupptökum á YouTube og Facebook á árunum 2014 og 2015 sem þykja gagnrýnar í garð konungsfjölskyldunnar. Hún var sakfelld fyrir 29 brot og dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir hvert og eitt eða 87 ára fangelsi. Dómstóllinn stytti refsinguna þó um helming þar sem Preelert játaði brot sín.

Mannréttindasamtök ætla að áfrýja dómnum til æðra dómstigs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur