fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga taílenska konunginn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 20:00

Maha Vajiralongkorn konungur Taílands. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn dæmdi taílenskur dómstóll Anchan Prrelert, 65 ára, í 43 ára fangelsi fyrir að hafa móðgað konung landsins. Dómurinn er talinn vera viðvörun til mótmælenda sem krefjast breytinga í konungsríkinu.

The Guardian segir að talið sé að dómurinn sé sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp á grundvelli laga um konungdæmið. Ungt fólk hefur mánuðum saman mótmælt og krafist umbóta og meira lýðræðis. Líklegt er talið að dómurinn muni láta kalt vatn renna milli skins og hörunds á mörgum mótmælendum en margir leiðtogar mótmælenda og aðgerðasinnar hafa verið ákærðir fyrir það sama og konan.

Taílensk lög, sem taka á gagnrýni í garð konungsins og öllu því sem þykir gera lítið úr honum, eru ein þau ströngustu í heimi á þessu sviði. Samkvæmt þeim er hægt að dæma fólk í allt að 15 ára fangelsi fyrir hvert brot.

Preelert játaði að hafa dreift hljóðupptökum á YouTube og Facebook á árunum 2014 og 2015 sem þykja gagnrýnar í garð konungsfjölskyldunnar. Hún var sakfelld fyrir 29 brot og dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir hvert og eitt eða 87 ára fangelsi. Dómstóllinn stytti refsinguna þó um helming þar sem Preelert játaði brot sín.

Mannréttindasamtök ætla að áfrýja dómnum til æðra dómstigs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti