Í þættinum „Bart to the Future“ frá 2000 kemur Lisa Simpson mikið við sögu. Hún sver þá eið sem forseti Bandaríkjanna. Það er auðvitað reginmunur á henni og Harris því Harris er af holdi og blóði en Lisa bara gul teiknimyndapersóna. Auk þess er Harris varaforseti en Lisa tekur við embætti forseta. En margir aðdáendur telja sig samt sem áður sjá ákveðin líkindi með þeim. „Kamala Harris er í raun Lisa Simpson – ég elska þetta,“ skrifaði einn aðdáandi á Twitter.
Kamala Harris really is Lisa Simpson and I’m all for it 😁 pic.twitter.com/82yTgsu09o
— the barefoot bandit (@Darth_Tsunami) January 20, 2021
En það er ekki bara þetta með konurnar og embættistöku þeirra sem vekur athygli í þessum ákveðna þætti af Simpson því í honum tekur Lisa við embætti af engum öðrum en Donald Trump! „Þetta var aðvörun um framtíðina,“ sagði handritshöfundurinn Dan Greaney í samtali við Hollywood Reporter 2016.
Í einu atriði þáttarins er Lisa í forsetaskrifstofunni og er starfsfólkið að segja henni að Bandaríkin séu nánast gjaldþrota vegna þess sem fyrri forseti gerði. „Eins og þið vitið þá tókum við, við slæmu búi af Donald Trump,“ segir Lisa í þættinum.
Today is the only day you can tweet this pic.twitter.com/SrJFPxqjUW
— rainygay (@rainygay1) January 20, 2021