Á mánudaginn var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi af undirrétti í Sønderborg. Jv.dk skýrir frá þessu. Fórnarlambið kom að ræningjanum í hlöðu við heimili sitt. Ræninginn hrinti honum, settist ofan á hann og hélt honum föstum á meðan hann gramsaði í vösum hans og tók peningana og servíetturnar. Þegar fórnarlambið reyndi að komast á brott sparkaði ræninginn í hann.
Fyrir dómi sagði ræninginn að honum hafi verið hent út úr sumarhúsi og hafi ætlað að stela bíllyklum gamla mannsins til að komast heim til unnustu sinnar og sonar í Þýskalandi. Hann komst ekki yfir bíllyklana áður en hann flúði af vettvangi. Hann braust inn í sumarhús og gaf sig síðan fram við lögregluna.
Auk fangelsisdómsins var manninum bannað að koma til Danmerkur næstu 12 árin.