Landið hefur að mestu verið lokað fyrir útlendingum síðan í mars á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Aðeins takmarkaður fjöldi Ástrala og fjölskyldur þeirra og örfáir aðrir fá leyfi til að koma til þessa gríðarstóra lands þar sem 25 milljónir manna búa.
„Ég held að við höldum áfram með harðar reglur á landamærunum stærsta hluta þessa árs. Þrátt fyrir að stór hluti íbúanna verði bólusettur vitum við ekki hvort það kemur í veg fyrir smit,“ sagði hún í samtali við ABC.
Þeir sem koma til landsins núna þurfa að greiða sem nemur rúmlega 300.000 íslenskum krónum fyrir tveggja vikna dvöl á sóttkvíarhóteli. Stefnt er að því að hefja bólusetningu gegn veirunni í lok febrúar.
Rúmlega 28.700 hafa greinst með veiruna í landinu og 909 hafa látist af völdum COVID-19.