Í heildina eru áskrifendur Netflix 204 milljónir um allan heim. „Við erum mjög þakklát fyrir að á þessum sérstöku tímum höfum við geta veitt viðskiptavinum okkar um allan heim gleði en um leið höldum við áfram að styrkja fyrirtækið okkar,“ segir í tilkynningu frá Netflix til fjárfesta sem hafa sett fé í fyrirtækið.
Fyrirtækið fékk 37 milljónir nýrra viðskiptavina á síðasta ári. Meirihluti þeirra bættist í hópinn í vor þegar heimsfaraldurinn skall á. Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs bættust 15,7 milljónir við áskrifendahópinn. Fyrirtækið hefur aldrei fengið jafn marga nýja áskrifendur á einu ári síðan það var stofnað 2007.
Velta fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2020 var 6,64 milljarðar dollara sem er milljarði meira en á þriðja ársfjórðungi. Í heildina var velta fyrirtækisins á síðasta ári 25 milljarðar dollara sem er fimm milljörðum meira en 2019.