fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Snarráði þjónninn hylltur af lögreglunni – Greip inn í skelfilega atburðarás

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 05:34

Flavaine Carvalho. Skjáskot/WESH2News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stillti mér þannig upp að hann sá mig bara en ekki foreldrarnir,“ sagði Flavaine Carvalho um það sem gerðist á mrs. Potato í Orlando á gamlársdag. Þetta gerði hún eftir að hún sá marbletti á andliti og handleggjum 11 ára drengs sem kom á veitingastaðinn með foreldrum sínum.

Samkvæmt frétt News 6 þá hefur lögreglan hrósað Carvalho í hástert fyrir það sem hún gerði en skýrt var frá málinu nýlega á fréttamannafundi.

„Ef fröken Carvalho hefði ekki brugðist við væri drengurinn líklegast ekki lengur á meðal vor,“ sagði Erin Lawler, hjá lögreglunni, og var gráti næst. „Það er ekki hægt að skilja hvað þetta barn varð að þola. Þetta voru ekki misþyrmingar, þetta voru pyntingar og það er ekki hægt að réttlæta þær,“ sagði hún.

Það var Carvalho sem stöðvaði pyntingarnar þegar hún sá áverkana á drengnum sem mátti ekki panta sér mat. Henni fannst þetta undarlegt og fór því frá borðinu og skrifaði texta á spjald: „Er í lagi með þig?“ skrifaði hún og síðan stillti hún sér þannig upp að bara drengurinn sá spjaldið. „Hann hristi höfuðið og ég gerði nýtt skilti sem á stóð: „Þarfnastu hjálpar?“ Hann kinkaði kolli,“ sagði Carvalho á fréttamannafundinum.

Spjaldið sem hún sýndi drengnum.

Hún hringdi strax í lögregluna og upp komst um þær hryllilegu aðstæður sem drengurinn bjó við. Lögreglan segir að hann hafi til dæmis verið hengdur upp á fótunum í dyragætt og ökklar og háls spenntir fastir. Hann var einnig laminn með trékústi og á aðfangadagskvöld voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak. Drengurinn sagði að honum hafi reglulega verið neitað um mat, það hafi verið gert í refsingarskyni.

Timothy Wilson og Kristen Swann voru handtekin vegna málsins. Mynd:Lögreglan

Móðir hans og stjúpfaðir voru handtekin og ákærð fyrir misþyrmingar. Drengurinn og annað barn, sem var með á veitingastaðnum, eru nú í umsjá barnaverndaryfirvalda og hafa það „mjög gott og eru ánægð“ að sögn lögreglunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans