fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Lætur hann verða af því? Margir bíða með öndina í hálsinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 08:59

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er stutt eftir af dvöl Donald Trump í Hvíta húsinu en á morgun tekur Joe Biden við völdum og Trump flytur til Flórída. Hann er mikið ólíkindatól og ómögulegt að segja með vissu hvað hann mun taka sér fyrir hendur á síðasta sólarhring sínum í forsetaembættinu en margir bíða nú með öndina í hálsinum eftir hvort hann muni láta verða af því að náða fjölda manns.

Forsetinn hefur rúmar heimildir til að náða fólk sem hefur hlotið refsidóma og margir hafa áhuga á að fá náðun hjá Trump áður en hann lætur af embætti. Hann getur einnig náðað fólk fyrir afbrot sem það hefur ekki hlotið dóm fyrir og þá er ekki hægt að sækja það til saka. En hann getur ekki veitt náðun fram í tímann og náðað fólk fyrir afbrot sem ekki hafa verið framin. Margir orðrómar hafa verið í gangi um þetta og meðal annars hefur því verið haldið fram að margir séu reiðubúnir til að greiða Trump fyrir að fá náðun. En aðrir telja sig eiga skilið að fá náðun hjá Trump án þess að þurfa að greiða fyrir hana.

Meðal þeirra er hin sterkefnaða Jenna Ryan, fasteignasali frá Texas, sem flaug með einkaþotu sinni til Washington D.C. til að taka þátt í mótmælum og árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. „Ég hlýddi bara skipun forsetans míns. Ég kom til Washington D.C. til að bjarga bandaríska lýðræðinu með því að koma í veg fyrir að Joe Biden gæti svindlað og hirt sigurinn í kosningunum. Nú á ég á hættu að lenda í fangelsi. Það er ekki sanngjarnt,“ sagði Ryan sem tók þátt í árásinni á þinghúsið og streymdi atburðunum beint frá vettvangi. „Nú liggur leiðin að þinghúsinu, Við ætlum að stöðva þennan stuld á kosningaúrslitunum. Mér er sama hvað það kostar, líf eða dauða,“ sagði hún í myndavélina. Þegar inn í þinghúsið var komið fagnaði þessi miðaldra fasteignasali og sagði: „Þetta er einn besti dagur lífs míns.“

En eins og fyrir mörg hundruð aðra þá hafa málin snúist svolítið við og nú er komið annað hljóð í strokkinn hjá Ryan sem er hrædd við að lenda í fangelsi fyrir þátttöku sína í árásinni. NPR útvarpsstöðin segir að ef hún verði fundin sek um árás á þinghúsið eigi hún margra ára fangelsi yfir höfði sér.

Það sama gildir um Rudolph Giuliani, lögmann Trump, sem er grunaður um að hafa meðal annars hvatt til vopnaðrar uppreisnar.

Af þessum sökum standa Giuliani og Ryan nú í langri röð fólks sem á sér þann draum heitastan að Trump náði þau. CNN segist hafa heimildir fyrir að Trump sé með lista með um 100 nöfnum sem hann íhugar að náða. Lokið var við listann á sunnudaginn að sögn CNN.

Þær víðtæku heimildir sem forsetinn hefur til að náða fólk voru í upphafi hugsaðar til að hægt væri að náða fólk sem hefði hlotið ósanngjarna dóma, orðið fyrir barðinu á dómsmorði og fyrir þá sem afplána refsingu fyrir brot sem þykja ekki lengur eins alvarleg og þau voru þegar dómur var kveðinn upp.

Trump hefur fram að þessu náðað vini og samstarfsmenn og talið er líklegt að hann muni náða fjölskyldu sína. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort hann muni jafnvel náða sjálfan sig en lögspekingar eru ekki á einu máli um hvort hann geti það, hvort það standist lög. En allt kemur þetta í ljós á næstu klukkustundum. Margir bíða því með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort Trump náði þá og enn aðrir hvort hann ætli virkilega að náða vini sína og auðmenn sem eru jafnvel reiðubúnir til að greiða fyrir viðvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð