Í fyrstu verður notast við tvö indversk bóluefni sem yfirvöld hafa heimilað notkun á, það á þó enn eftir að gera klínískar tilraunir með annað þeirra. 1,3 milljarðar manna búa í landinu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri kórónuveirusmit greinst en á Indlandi.
Yfirvöld segjast ætla að notfæra sér reynslu sína frá kosningum og bólusetningum á börnum til að takast á við þetta gríðarstóra verkefni í þessu fátæka landi þar sem innviðir eru veikburða og heilbrigðiskerfið hefur úr litlu fjármagni að moða, raunar er það meðal þeirra heilbrigðiskerfa í heiminum sem fá minnst fé.
Satyajit Rath, hjá ónæmisstofnun landsins, segir að reglulega bólusetningar á börnum séu „mun minna verkefni“ en bólusetning gegn kórónuveirunni og að það verði „mjög erfitt“ verkefni. Ríkisstjórnin hefur látið útbúa tugir þúsunda kælibíla til að flytja bóluefnin og um 150.000 sérhæfðir starfsmenn eiga að vinna við bólusetningu og annað henni tengt. Mikil öryggisgæsla verður í kringum bóluefnin til að koma í veg fyrir að þeim verði stolið og seld á ábatasömum svarta markaði landsins.