fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Twitter lokar á nýkjörna þingkonu – Hyllti Qanon

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 21:30

Marjorie Taylor Greene er ansi umdeild. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað fyrir aðgang Marjorie Greene, nýkjörinnar þingkonu á Bandaríkjaþingi, eftir að hún hyllti samsæriskenningahreyfinguna QAnon. Lokunin gildir tímabundið fyrst um sinn. Greene var kjörin á þing fyrir Repúblikana í Georgíu en hún hefur lengi tekið undir málstað QAnon.

Twitter lokaði fyrir aðgang hennar eftir að hún deildi við starfsmann kjörstjórnar um staðlausar ásakanir um kosningasvindl.  Í tölvupósti sem fulltrúi Twitter sendi frá sér kemur fram að lokað hafi verið tímabundið fyrir aðgang Greene vegna margra brota hennar á reglum Twitter hvað varðar skrif um stjórnmál.

Greene er að vonum ekki sátt við þetta og sakar Twitter um að beita skoðanakúgun. „Einokunarhálstak, sem örfá stór tæknifyrirtæki hafa á pólitískri umræðu í Bandaríkjunum, er stjórnlaust,“ skrifaði hún í yfirlýsingu í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla