Twitter lokaði fyrir aðgang hennar eftir að hún deildi við starfsmann kjörstjórnar um staðlausar ásakanir um kosningasvindl. Í tölvupósti sem fulltrúi Twitter sendi frá sér kemur fram að lokað hafi verið tímabundið fyrir aðgang Greene vegna margra brota hennar á reglum Twitter hvað varðar skrif um stjórnmál.
Greene er að vonum ekki sátt við þetta og sakar Twitter um að beita skoðanakúgun. „Einokunarhálstak, sem örfá stór tæknifyrirtæki hafa á pólitískri umræðu í Bandaríkjunum, er stjórnlaust,“ skrifaði hún í yfirlýsingu í gær.