fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Bjóða upp á bólusetningarferðir fyrir ríka fólkið – „Lúxusferðir með bólusetningu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 06:59

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan flestir verða bíða eftir að röðin komi að þeim til að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni geta þeir sem eiga nóg af peningum keypt sér „lúxusferðir með bólusetningu“ til að komast fyrr að. Breska fyrirtækið Knightsbride Cirkel býður til dæmis upp á slíkar ferðir og hefur forstjóri þess engar siðferðislegar efasemdir um réttmæti þess að selja slíkar ferðir: „Við bjóðum ekki upp á bólusetningarferðir fyrir 65 ára og yngri,“ sagði hann.

The Telegraph skýrir frá þessu. Í flestum Evrópuríkjum er það eldra fólk, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og framlínufólk sem er fremst í röðinni til að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni. En það er greinilega hægt að komast framar í röðina ef maður á nóg af peningum og er félagi hjá Knightsbride Cirkel.

Félagar greiða 25.000 pund í árgjald, það svarar til um 4,4 milljóna íslenskra króna, en innifalið í árgjaldinu er eiginlega flest það sem félagsmenn geta óskað sér, til dæmis skipulagning lúxusferða. Nýjasta þjónustan, sem boðið er upp á, er bólusetningarferðir. Fólk fer þá til dæmis til Indlands eða Dubai til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Stuart McNeill, stofnandi Knightsbridge Cirkel, sagði í samtali við The Telegraph að fyrirtækið sé mjög stolt af að geta boðið félagsmönnum sínum þessa þjónustu. „Það erum við sem eru frumherjar fyrir lúxusferðir með bólusetningu. Þú ferð í frí í nokkrar vikur í glæsihýsi í sólinni, færð bólusetningu og vottorð og þá ert þú tilbúinn,“ sagði hann.

Telegraph segir að nú þegar séu nokkrir félagar á leið í bólusetningarferð til Dubai. Slík ferð kostar um 40.000 pund, sem svarar til sjö milljóna íslenskra króna. Fólkið nýtir sér undanþágu ákvæði í bresku sóttvarnarreglunum sem heimila viðskipta- og námskeiðsferðir. McNeill sagði að ferðirnar vari í um einn mánuð því 21 dagur þarf að líða á milli fyrri og seinni sprautunnar. Innifalið í gjaldinu er flug á fyrsta farrými með The Emirates, gisting í íbúð í Jumeirah Beach með sjávarsýn. Bóluefnin eru einnig innifalin í verðinu.

Það er einnig hægt að fara í svona ferðir til Indlands þar sem byrjað er að bólusetja með bóluefninu frá AstraZeneca. Knightsbridge Cirkel íhugar þó að flytja þær ferðir til Marokkó því það er mikil vinna að fá vegabréfsáritanir fyrir Breta til Indlands.

Þegar MacNeill var spurður hvort engin siðferðisleg álitamál séu tengd því að þéna peninga á að koma ríku fólki fyrr í bólusetningu en öðrum lagði hann áherslu á að fólk yngra en 65 ára geti ekki farið í þessar ferðir. „Það er siðferðisleg skylda okkar að tryggja að þeir sem fá bólusetningu hafi í raun þörf fyrir hana. Það eru ekki bara meðlimir okkar sem hafa notið þess heldur foreldrar þeirra, afar og ömmur,“ sagði hann.

Það eru fleiri en Knightsbridge Cirkel sem bjóða upp á bólusetningar fram hjá hinum opinberu kerfum. Þar má nefna að í Brasilíu er hægt að kaupa sér bólusetningu að sögn Euronews.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í