CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að önnur atriði er aðskilja kynin á vinnumarkaði hafi þó áfram verið við lýði, til dæmis hafi konur verið líklegri til að vera í hlutastörfum og að þær hafi fengið lægri laun en karlar eða 81% af launum þeirra.
En heimsfaraldur kórónuveirunnar batt endi á þessa jákvæðu þróun og ástandið hefur eiginlega bara versnað síðan. Í desember fækkaði störfum á bandarískum vinnumarkaði um 140.000. Segja má að öll þessi störf hafi verið störf sem konur voru í því 156.000 konur misstu vinnuna. Á sama tíma fjölgaði körlum í vinnu um 16.000.
Þegar kafað er ofan í tölurnar sést að hvítum konum í vinnu fjölgaði en svörtum og latneskum konum fækkaði.