fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Frans páfi breytir lögum kaþólsku kirkjunnar til að konur geti gegnt stærra hlutverki – Mega þó ekki vera prestar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 17:00

Frans páfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi breytti lögum kaþólsku kirkjunnar á mánudaginn til að gera konum kleift að sinna ákveðnum hlutverkum við messur. Þetta er mjög lítið skref í átt að því að gera konum kleift að sinna stærri hlutverkum innan kaþólsku kirkjunnar en þær hafa ekki mátt sinna mörgu þar.

Samkvæmt ákvörðun páfans þá mega konur nú lesa upp í messum og aðstoða presta við altarið og annað tengt messuhaldi. Þetta er lítið skref og víðs fjarri því að opna leið kvenna til prestsembætta en Frans páfi segir að þetta sé aðferð til að viðurkenna að konur geti „lagt mikið af mörkum“ til kirkjunnar. Washington Post skýrir frá þessu.

Lagabreytingin gerir eiginlega ekki annað en að staðfesta hlutverk sem konur gegna nú þegar í kaþólsku kirkjunni víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir að Frans hafi oft sagt að hann styðji jafnrétti kynjanna, innan sem utan kirkjunnar, hefur hann ekki gert mikið til að bæta það innan kirkjunnar. Hann hefur reglulega sagt að hann telji aðeins karlmenn hæfa til að gegna prestsembætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Í gær

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk neitar að ríkisstjórn Trump ætli að kaupa Teslu Cybertrucks fyrir 56 milljarða

Musk neitar að ríkisstjórn Trump ætli að kaupa Teslu Cybertrucks fyrir 56 milljarða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki