fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Bretar munu hugsanlega heimila erfðabreytingar á jarðargróðri og búfénaði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 08:30

Bretar skoða hvort heimila eigi erfðabreytingar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni verður hugsanlega heimilt að gera erfðabreytingar á jarðargróðri og búfénaði í Bretlandi. Ráðgjafanefnd vinnur nú að málinu á vegum ríkisstjórnarinnar og kannar hvort og hvernig er hægt að breyta ríkjandi lögum og reglum á þessu sviði en þær má rekja til strangra reglna Evrópusambandsins. Samkvæmt þeim er nánast útilokað að nota erfðabreytingar við matvælaframleiðslu.

Samkvæmt frétt The Guardian þá segja ráðherrar að notkun erfðabreytinga í matvælaframleiðslu muni hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir bændur og neytendur. Matvæli verði hollari, þetta hafi bætt áhrif á umhverfið og velferð dýra.

En mörg umhverfisverndarsamtök og dýraverndunarsamtök hafa áhyggjur af þessum fyrirætlunum og telja að þetta geti dregið úr dýravelferð, til dæmis ef tæknin verður notuð til að hraða vexti dýra á kostnað heilbrigðis þeirra.

George Eustice, ráðherra umhverfismála, matvælamála og dreifbýlismála, segir að með erfðabreytingum sé hægt að nýta þá erfðafræðilegu kosti sem móðir náttúra hefur skapað til að takast á við áskoranir samtímans. Þannig verði hægt að rækta jarðargróður sem hefur betri eiginleika, draga úr kostnaði bænda og áhrifum á umhverfið og til að takast á við loftslagsbreytingarnar.

Með erfðabreytingum er hægt að þróa jarðargróður sem þarf minna af skordýraeitri á eða áburð. Einnig væri hægt að breyta erfðamengi dýra þannig að þau séu ónæm fyrir ákveðnum sjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“