Eins og flestir, sem uppgötva bólur í andlitinu, þá ákvað hann að kreista hana en það kostaði hann næstum lífið. Daily Mail segir að maðurinn hafi eiginlega bara verið rétt búinn að sprengja bóluna þegar hann fór að finna fyrir einkennum eins og hann væri með hita. Ástand hans versnaði hratt og var hann lagður inn á sjúkrahús. Þá kom í ljós að hann var með sýkingu sem hafði borist í lungu hans.
Læknir, sem annaðist hann, sagði að maðurinn hafi verið með sýkingu í munni sem hafi þróast yfir í lungnasýkingu og lungun hafi hrunið saman. Maðurinn hafi verið í lífshættu.
Sem betur fer lifði maðurinn þetta af en læknir hans hvetur fólk til að snerta ekki við bólum á því svæði sem hann kallar „dauðaþríhyrninginn“ en það er svæðið í kringum munn og nef.
Ástæðan er að æðar á þessu svæði liggja beint í heilann og ef fólk fær sýkingu við að kreista bólur á þessu svæði þá getur hún í verstu tilfellum valdið dauða. Hann lagði áherslu á að það sé mjög sjaldgæft að svoleiðis gerist en hættan sé fyrir hendi.