fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fundu „ofurjörð“ á braut um eina elstu stjörnu Vetrarbrautarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 22:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa fundið „ofurjörð“ sem er á braut um eina elstu stjörnu Vetrarbrautarinnar. Samkvæmt niðurstöður rannsóknar þeirra þá er þetta heit pláneta úr föstu efni. Um fjarplánetu er að ræða því hún er ekki í sólkerfinu okkar. Hún er um 50% stærri en jörðin og þrisvar sinnum massameiri. Af þeim sökum telst hún vera „ofurjörð“ miðað við viðmið stjörnufræðinga.

Plánetan, sem hefur fengið heitið TOI-561b, er tæplega hálfan jarðarsólarhring að ljúka einni hringferð um stjörnuna sína. „Á hverjum jarðardegi fer þessi pláneta tvo hringi um stjörnuna sína,“ segir Stephen Kane, stjarneðlisfræðingur og meðhöfundur rannsóknarinnar, í tilkynningu sem University of California, Riverside sendi frá sér um rannsóknina. CNN skýrir frá þessu.

Sökum þess hversu nálægt plánetan er stjörnu sinni er ansi heitt á henni en yfirborðshitinn er um 1.730 gráður.

Plánetan fannst með aðstoð TESS-verkefnis bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA en því var hleypt af stokkunum 2018. Í verkefninu felst að hlutar himingeimsins eru kannaðir reglulega og fylgst með nálægum stjörnum til að sjá hvort plánetur séu á braut um þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum