fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 05:19

Frá keppni í skíðaskotfimi í Sochi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir íþróttamenn og lyfjanotkun er eitthvað sem mikið hefur verið fjallað um undanfarin misseri enda virðist sem rússneskir íþróttamenn stundi kerfisbundna notkun á ólöglegum lyfjum til að bæta árangur sinn. Í kjölfar Ólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi komst upp að átt hafði verið við mörg sýni sem voru tekin úr rússneskum íþróttamönnum í tengslum við lyfjaeftirlit á leikunum. Í framhaldi af því fór lyfjahneykslið að vinda upp á sig. Rússneskir íþróttamenn hafa nú verið útilokaðir frá þátttöku í öllum alþjóðlegum mótum næstu tvö árin, þar á meðal Ólympíuleikum.

Í kjölfar lyfjahneykslisins hafa rússnesk yfirvöld sagt að nú verði tekið til í kerfinu en eitthvað virðist það ganga illa, að minnsta kosti er auðvelt að draga þá ályktun af nýlegum atburði.

Í desember fór rússneska meistaramótið í skíðaskotfimi fram í Izhevsk. Lyfjaeftirlitsmenn tilkynntu skyndilega komu sína á mótið og þá bar það til tíðinda að 33 ungir þátttakendur ákváðu skyndilega að hætta við þátttöku. Inside The Games skýrir frá þessu en miðillinn fylgist náið með ólympískum íþróttagreinum.

Eftir frétt miðilsins staðfesti rússneska lyfjaeftirlitið, Rusada, að 12 ungar konur og 21 ungur karlmaður hafi hætt við þátttöku og að verið sé að rannsaka málið. Rússneska skíðaskotfimisambandið hefur sömu sögu að segja og segir forseti þess, Viktor Maigourov, að þetta verði ekki látið óátalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti