Greta hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína varðandi loftslagsmál en hún varð nýlega 18 ára en hefur verið í kastljósi fjölmiðla árum saman.
Það var Henning Trollbäck, grafískur hönnuður, sem hannaði merkið. Stina Olofsdotter, yfirmaður frímerkjadeildar PostNord, segir að Greta eigi skilið að fá sinn sess á frímerki vegna baráttu hennar. Hún sagði að hönnun merkisins eigi að endurspegla samtímann og þau umhverfisvandamál sem bent hefur verið á í gegnum tíðina, ekki síst af Gretu.
Greta hefur ávarpað margar stórar ráðstefnur til að vekja athygli á að aðgerða er þörf í loftslagsmálum. Hún komst í sviðsljósið þegar hún var 15 ára og fór að taka sér vikulega frídag úr skóla til að mótmæla aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Hún kom sér alein fyrir við sænska þinghúsið í gula regnjakkanum sínum og hélt á skilti sem á stóð: „Skólaverkfall fyrir loftslagið“. Upp frá þessu fór boltinn að rúlla.