The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að ekki sé vitað með vissu hverjir stóðu að baki árásinni en böndin beinast að hópum vígamanna sem herja í austurhluta landsins. Þessir hópar reyna að sölsa undir sig land og náttúruauðlindum.
Rúmlega 200 þjóðgarðsverðir hafa verið drepnir fram að þessu. Í apríl voru 12 drepnir.
Nokkrir hópar vígamanna herja í austurhluta landsins. Þeir samanstanda að mestu af fyrrum liðsmönnum ýmissa hópa sem börðust í borgarastyrjöldum í álfunni áður fyrr. Styrjaldir sem kostuðu milljónir manna lífið og hafa valdið hungursneyð og sjúkdómsfaröldrum.