fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Fara aðra leið en aðrir í bólusetningum við kórónuveirunni – Þykir mjög spennandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Indónesíu, sem er fjórða fjölmennasta ríki heims, hafa yfirvöld ákveðið að fara aðra leið en önnur ríki þegar kemur að bólusetningu við kórónuveirunni. Margir fylgjast náið með hvaða áhrif þetta mun hafa enda um gjörólíka leið að ræða en við þekkjum hér á landi og í öðrum löndum.

270 milljón íbúum landsins verður boðin bólusetning en það er fólk á aldrinum 18 til 59 ára sem verður í forgangi auk heilbrigðisstarfsfólks. Þetta er sá aldurshópur sem er virkastur á vinnumarkaðnum og vonast stjórnvöld til að með þessu verði hægt að koma hjólum efnahagslífsins aftur á fullan snúning en auk þess er þjóðin frekar ung en meðalaldurinn er 28,4 ár og því eru mun færri aldraðir, hlutfallslega, sem þarf að taka tillit til en til dæmis í Evrópu. Það er kínverska bóluefnið SinoVac sem er notað í Indónesíu en bólusetningar eru hafnar. Samkvæmt fréttum síðustu daga þá veitir þetta bóluefni um 50% vörn en til samanburðar má nefna að bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna veita um 94% vörn.

Mikill samdráttur hefur orðið í efnahagslífi landsins vegna heimsfaraldursins og því vilja stjórnvöld reyna að koma því í gang. Smitum hefur fjölgað mikið að undanförnu, sérstaklega í stóru borgunum. En að baki ákvörðuninni um að láta yngra fólk vera í forgangi getur einnig búið sú staðreynd að ekki er vitað hversu góða vörn SinoVac veitir eldra fólki.

Peter Collignon, prófessor við Australian National háskólann, sagði í samtali við Reuters að þessi aðferð sé mjög áhugaverð og spennandi og að vel verði fylgst með henni. „Það eru miklar líkur á að þessi aðferð dragi úr smiti í samfélaginu. Það er þó ekki víst að hún muni draga úr dauðsföllum. En þetta er mikilvægt fyrir okkur hin því þetta veitir innsýn hvort hægt sé að ná árangri með öðrum aðferðum en þeim sem við hin höfum valið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“