CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að til dæmis hafi stórbankinn Citigroup hætt fjárhagslegum stuðningi við þingmenn Repúblikana. Það sama á við tryggingafyrirtækið BlueCross Blue Shield og hótelkeðjuna Marriott. Þá hefur netrisinn Google einnig bæst í þennan hóp.
„Við höfum tekið þessa eyðileggjandi atburði við þinghúsið, sem áttu að grafa undan löglegum og réttlátum kosningum, til skoðunar og munum því hætta fjárstuðningi við þá sem greiddu atkvæði gegn því að niðurstöður kosninganna yrðu samþykktar,“ segir í yfirlýsingu frá Marriott.