Hann datt í það um jólin en þá stóðst hann ekki freistinguna og kláraði úr risastórri kampavínsflösku. Á meðan á áfengisvímunni stóð tók hann ákvörðun sem hann mundi síðan ekki neitt eftir fyrr en þann 30. desember þegar pósturinn kom.
„Ég virðist hafa drukkið aðeins of mikið um jólin og opinberlega breytt nafni mínu í Céline Dion,“ sagði hann á Twitter. Þar birti hann einnig skjöl sem þarf að fylla út í tengslum við nafnabreytingar í Bretlandi.
Að vonum hefur málið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og breskir og erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í samtali við The New York Post sagði hann að ferlið í kringum nafnabreytinguna sé í ákveðinni þoku. Hann viti að hann hafi drukkið áfengi og horft á tónleika með Céline Dion í sjónvarpinu á meðan en hún bæti alltaf skap hans. Hann viti einnig að 89 pund hafi verið tekin út af reikningi hans en það er kostnaðurinn við nafnabreytingu. „Í hreinskilni sagt, með hönd á hjarta, þá man ég ekki eftir að hafa gert þetta. Ég man bara að ég horfði á tónleikana og varð mjög drukkinn,“ sagði hann.
Þegar pósturinn kom með skjöl um þetta til hans þurfti hann að sögn að setjast niður og melta þetta. „Ég skildi þetta bara ekki. Síðan skoðaði ég bankareikninginn minn og þá fékkst staðfesting á þessu. Þegar ég meðtók þetta loksins, skrifaði ég strax undir skjölin því ég elska hana,“ sagði hann og bætti við að hann hyggist halda nýja nafninu nema það fari að gera honum lífið erfitt.
'I drunkenly changed my name to Celine Dion'…
Watch the full #ThisMorning interview here 👇https://t.co/hjaFCm2d86 pic.twitter.com/78orNzMjmd
— This Morning (@thismorning) January 4, 2021
Málið hefur haft ákveðin áhrif á líf hans að hans sögn en í samtali við The New York Post sagði hann að ljósmyndarar hafi komið sér fyrir utan við heimili hans og að hann fái mikið af tölvupóstum frá öðrum aðdáendum Céline Dion sem vilja gjarnan hitta hann.