News.com.au skýrir frá þessu. Hremmingar Pearce hófust þegar skýrt var frá því að hann hefði sent fjölda óviðeigandi skilaboða, skilaboð með kynferðislegu innihaldi, til ungrar konu sem starfar hjá Newcastle Knights.
Eftir einn leik liðsins stillti Pearce sér upp fyrir framan fjölmiðlamenn og las upp yfirlýsingu en svaraði engum spurningum. Í yfirlýsingunni sagði hann aðeins að síðustu vikur hefðu verið dramatískar fyrir hann og einkalíf hans og þá sem hann elskar.
Hann neyddist síðan til að aflýsa brúðkaupi sínu og unnustunnar Kristin Scott en 150 ættingjum og vinum hafði verið boðið í það. Þegar fréttir bárust af því að brúðkaupinu hefði verið aflýst sagði Pearce fréttamönnum í fyrstu að ástæðan væri heimsfaraldur kórónuveirunnar en síðan kom sannleikurinn í ljós.
„Því miður hefur það sem ég gerði haft áhrif á liðið og ekki síður á þá sem standa mér næst, Kristin og fjölskylda mín,“ sagði Pearce þá.
Hann hefur nú skilað inn fyrirliðabandinu hjá liði sínu en hann hefur leikið með því síðan 2018.