Hann skýrir frá þessu í nýrri bók sem kemur út síðar í mánuðinum. Business Insider skýrir frá þessu.
Vísindamenn í stjörnuathugunarstöð á Hawaii sáu „hlut geysast í gegnum innri hluta sólkerfisins okkar, hann fór svo hratt að hann gat aðeins hafa komið frá annarri stjörnu“ segir í kynningarefni frá Houghton Mifflin Harcourt bókaútgáfunni um bókina sem heitir „Extraterrestrial: The First Sign og Intelligent Life Beyond Earth“.
Eftir því sem Loeb, sem er með doktorsgráðu í eðlisfræði, segir þá var ekki um náttúrulegan hlut að ræða heldur geimrusl frá öðru sólkerfi. „Það er bara ein hugsanleg skýring, hluturinn var þróaður tæknihlutur búinn til af fjarlægu vitsmunasamfélagi,“ segir einnig í kynningunni.
Hluturinn fékk heitið 1I/2017 U1 Oumuamua hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. „Þetta er í fyrsta sinn sem við staðfestum að hlutur frá öðru sólkerfi er í sólkerfinu okkar. Þessi gestur virðist vera ávalur steinhlutur með rauðleitu yfirbragði,“ sagði í lýsingu NASA á hlutnum.