fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Truflanir á matvælasendingum til Norður-Írlands vegna Brexit

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 08:30

Ætli þessir flutningabílstjórar séu einmana? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Truflanir hafa orðið á matvælaflutningi til Norður-Írlands í kjölfar útgöngu Bretlands úr ESB. Ástæðan er að birgjar vita margir hverjir ekki hvaða skjöl (tollpappíra) þarf að fylla út og láta fylgja með sendingum til Norður-Írlands. Þetta hefur valdið því að þegar flutningabílar koma á hafnarsvæði tefjast þeir mikið vegna þess að rétt skjöl eru ekki með í för eða bara engin skjöl.

Frá því að Bretar slitu tengslin við ESB endanlega á miðnætti á gamlárskvöld hafa þær reglur gilt að vörur sem eru fluttar til Norður-Írlands verða að fara í gegnum toll. The Guardian hefur eftir Seamus Leheny, hjá Logistics UK, að margir hafi ekki haft hugmynd um þessa nýju reglu. Því hafi verið dæmi um að flutningabílar hafi komið til Belfast án þess nein fylgiskjöl væru með farmi þeirra.  Hann sagði einnig að 15 flutningabílar frá einu fyrirtæki hafi ekki komist til Norður-Írlands því bílstjórarnir höfðu ekki fengið nauðsynlega skjöl með. Annað fyrirtæki sendi 285 flutningabíla til að sækja vörur en aðeins 100 hafi komist aftur til Norður-Írlands. Þetta hafi valdið truflunum á matvælaflutningum.

Hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði upplýsingar skorta um hvaða skjöl þurfi að fylla út og hafa meðferðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“