fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Skelfilegur grunur meðal vísindamanna um COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 06:31

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem fleiri og fleiri veikjast af COVID-19 hefur tilkynningum um varanleg áhrif sjúkdómsins fjölgað. Margir hafa misst bragð- og lyktarskyn og hefur það valdið áhyggjum meðal taugalækna.

NPR skýrir frá þessu og hefur eftir Gabriel de Erausquin, hjá Glenn Biggs Institute for Alzheimers við Texasháskóla, að óttast hafi verið að COVID-19 valdi heilaskemmdum. Biggs er einn af höfundum nýrrar rannsóknar, sem var birt á þriðjudaginn í vísindaritinu Alzheimers & Dementia, um áhrif COVID-19 á heilann.

Þessi ótti vísindamannanna reyndist á rökum reistur miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Fram kemur að það sé líklega ekki sjálfur sjúkdómurinn sem veldur heilaskaða heldur varnarviðbrögð líkamans og heilans.

Margir sjúklingar hafa upplifað einkenni sem minna á heilaskaða. Þeir glíma við svo mikið minnistap að það gerir þeim erfitt fyrir í daglegu lífi. „Þeir kvarta undan vandamálum við að skipuleggja hluti, þar á meðal hluti eins og að elda mat,“ er haft eftir Erausquin.

Hann og samstarfsfólk hans segja að fleiri eftirköst megi tengja við heilaskaða COVID-19-sjúklinga, þar á meðal krampa og veikindi á geði. Þeir óttast að alvarleg veikindi af völdum COVID-19 geti aukið líkurnar á að fólk þrói með sér Alzheimerssjúkdóminn.

Um allan heim vinna vísindamenn hörðum höndum að rannsóknum á áhrifum COVID-19 á heilann en nú þegar er vitað að sjúkdómurinn getur valdið litlum blæðingum í heilanum. Þetta hefur NPR eftir Aviandra Nath, hjá National Institute of Neurological Disorders and Stroke. „Við uppgötvuðum að mjög litlar æðar í heilanum láku. Þetta var ekki regluleg dreifing, heldur hér og þar,“ er haft eftir henni. Niðurstöður rannsóknar hennar hafa verið birtar í vísindaritinu New England Journal of Medicine.

Þessar litlu blæðingar geta skýrt af hverju margir COVID-19-sjúklingar, sem hafa náð bata, glíma við þreytu, svima og öran hjartslátt. Þessi skaðar geta aukið líkurnar á að fólk þrói Alzheimerssjúkdóminn með sér að sögn vísindamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga