Fyrirtækið hefur gert sátt við bandaríska dómsmálaráðuneytið um greiðsluna að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.
346 létust í slysunum tveimur. Notkun 737 MAX vélanna var bönnuð í mars 2019 og það var ekki fyrr en í nóvember á síðasta ári sem þær fengu flugleyfi í Bandaríkjunum eftir að breytingar höfðu verið gerðar á stjórnkerfi þeirra.