Franziska Giffey, ráðherra fjölskyldumála, segir að lögin séu stór áfangi fyrir konur í stjórnunarstörfum. „Við höfum árum saman séð að breytingar hafa ekki átt sér staf af fúsum og frjálsum vilja og þær gerast því mjög hægt,“ sagði hún.
Mikillar óþolinmæði og óánægju hefur gætt innan ríkisstjórnar Merkel með hversu hægt það hefur gengið hjá fyrirtækjum að fá konur í stjórnir sínar og fela þeim stjórnunarstörf. Af þeim sökum er nú gripið inn í málin með fyrrgreindum lögum.