Contee sagði að 52 hafi verið handteknir. Að minnsta kosti 14 lögreglumenn slösuðust í óeirðunum, tveir þeirra liggja nú á sjúkrahúsi. Annar þeirra er mikið slasaður en æstur múgurinn náði tökum á hann og dró hann inn í mannþröngina þar sem honum var misþyrmt. Hinn hlaut slæma áverka í andlit.
Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D.C. tilkynnti í nótt að neyðarástand muni ríkja í borginni næstu 15 daga og verður það því í gildi þegar Joe Biden verður settur í embætti. Bowser setti á útgöngubann í 12 klukkustundir í gær og tók það gildi klukkan 18 að staðartíma. Með því að lýsa yfir neyðarástandi getur hún sett útgöngubann á nýjan leik ef þörf krefur.