fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Staðfest að fjórir létust í áhlaupinu á bandaríska þinghúsið – 52 handteknir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 04:52

Svona atburðir eiga ekki að endurtaka sigMynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert J. Contee, lögreglustjóri í Washington D.C. staðfesti fyrir stundu að fjórir hafi látist í áhlaupinu á bandaríska þinghúsið, Capitol Hill, í gær. Einörð stuðningskona Donald Trump, forseta, var skotin í hálsinn þegar hún réðist inn í þinghúsið ásamt fleiri mótmælendum. Hún lést af völdum áverka sinna. Auk hennar létust þrír til viðbótar en allir af völdum bráðra veikinda að sögn Contee. Virðist fólkið því ekki hafa látist af völdum áverka.

Contee sagði að 52 hafi verið handteknir. Að minnsta kosti 14 lögreglumenn slösuðust í óeirðunum, tveir þeirra liggja nú á sjúkrahúsi. Annar þeirra er mikið slasaður en æstur múgurinn náði tökum á hann og dró hann inn í mannþröngina þar sem honum var misþyrmt. Hinn hlaut slæma áverka í andlit.

Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D.C. tilkynnti í nótt að neyðarástand muni ríkja í borginni næstu 15 daga og verður það því í gildi þegar Joe Biden verður settur í embætti. Bowser setti á útgöngubann í 12 klukkustundir í gær og tók það gildi klukkan 18 að staðartíma. Með því að lýsa yfir neyðarástandi getur hún sett útgöngubann á nýjan leik ef þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn