Hvetja þingmennirnir til þess að það ákvæði stjórnarskrárinnar, sem gerir varaforsetanum og ríkisstjórninni kleift að víkja forsetanum frá völdum, verði nýtt. Ef ákvæðið er nýtt þá tekur varaforsetinn, í þessu tilfelli Mike Pence við embætti forseta. CNN skýrir frá þessu.
„Meira að segja í myndbandsupptökunni seinnipart dags (miðvikudag, innsk. blaðamanns) afhjúpaði Trump forseti að hann er ekki andlega heill og ekki fær um að skilja og sætta sig við úrslit kosninganna 2020,“ segir meðal annars í yfirlýsingu þingmannanna.