Bæði Facebook og Twitter hafa lokað aðgöngum Donald Trump, Bandríkjaforseta, næstu klukkustundirnar.
Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að þetta sé gert vegna tveggja brota á reglum samfélagsmiðilsins en ekki kemur fram í hverju brotin fólust. Facebook lokar fyrir aðgang Trump í 24 klukkustundir en áður hafði Twitter tilkynnt að lokað verði fyrir aðgang Trump í 12 klukkustundir eftir að hann hefur fjarlægt þrjár færslur sem hann birti í gær. Ef hann fjarlægir þær ekki verður aðgangur hans lokaður ótímabundið.
Hér má sjá tilkynningu Facebook um málið:
We've assessed two policy violations against President Trump's Page which will result in a 24-hour feature block, meaning he will lose the ability to post on the platform during that time.
— Facebook Newsroom (@fbnewsroom) January 7, 2021
Hér er síðan tilkynning Twitter um málið:
As a result of the unprecedented and ongoing violent situation in Washington, D.C., we have required the removal of three @realDonaldTrump Tweets that were posted earlier today for repeated and severe violations of our Civic Integrity policy. https://t.co/k6OkjNG3bM
— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 7, 2021