ScienceAlert skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamönnum hafi tekist að ná koltvíildi úr andrúmsloftinu og breyta því í flugvélaeldsneyti með ódýrum efnahvörfum við tilraunir í tilraunastofu.
Magn þess eldsneytis sem er hægt að vinna með þessu móti er enn svo lítið að það nægir ekki til að knýja flugvél en ef hægt er að vinna nægilega mikið magn úr andrúmsloftinu hverju sinni og breyta því í orku gætu flugvélar notað það sem eldsneyti.