BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að í skjölunum komi fram að svokallað herráð IRA hafi sagt tveimur fangelsisprestum að það væri reiðubúið til viðræðna við bresk stjórnvöld en vildi ekki að Sinn Féin kæmi að samningaborðinu. Ástæðan var að leiðtogar flokksins þóttu of vinstri sinnaðir.
Leynd var létt af skjölunum þann 20. desember en þá höfðu þau notið leyndar í nákvæmlega 30 ár. Í þeim kemur meðal annars fram að prestarnir tveir hafi fengið þau skilaboð frá herráðinu að IRA væru reiðubúin til að leita leiða til að binda enda á ofbeldið og hefja viðræður við bresk stjórnvöld. Meðlimir herráðsins sögðu prestunum að Sinn Féin væri bara „sá flokkur sem kemst næst stefnu okkar“.