fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Atferlisfræðingur spáir fyrir um hvað tekur við að heimsfaraldri loknum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. janúar 2021 22:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig munum við bregðast við og hegða okkur þegar við höfum sigrast á heimsfaraldri kórónuveirunnar? Við höfum nú þurft að sætta okkur við margskonar takmarkanir á daglegu lífi síðustu mánuði og þurfum þess væntanlega áfram um nokkurra mánaða skeið að minnsta kosti. Ljósið í myrkrinu er að byrjað er að bólusetja fólk víða um heim gegn veirunni og við vitum einnig að plágur og heimsfaraldrar taka alltaf enda, fyrr eða síðar.

Dr. Nicholas Christakis, atferslifræðingur og prófessor við Yale-háskólann er ekki í vafa um hvernig fólk muni bregðast við þegar við höfum sigrast á faraldrinum. Hann telur að mannkynið muni sleppa fram af sér beislinu og muni í stuttu máli sagt hegða sér eins og fólk gerði á þriðja áratug síðustu aldar. Þá var algengt í bandarískum og evrópskum stórborgum að fólk héldi glæsileg samkvæmi, jazzinn dundi, kjaftasögur flugu hátt og víða og nærbuxur fuku af í gríð og erg. The Guardian skýrir frá þessu.

Þetta gerðist í kjölfar Spænsku veikinnar og loka fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fólk fór þá að tileinka sér nýjan lífsstíl, var ekki svo fastheldið á peninga, neyslan jókst samhliða sívaxandi iðnaði og frjálslyndi átti góða daga.

Christakis telur að það verði jafnvel ekki fyrr en 2024 sem við förum að sjá næturklúbba fulla af fólki og blómstrandi félags- og viðskiptalíf. Hann telur að það taki allt næsta ár að dreifa bóluefnum gegn kórónuveirunni og því næst verði heimsbyggðin að jafna sig á þeim efnahagslegu hörmungum sem faraldurinn hefur valdið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim