En það er óhætt að segja að margir hafi látið þetta sem vind um eyru þjóta og hafi bara gert það sem þeim sýndist í gærkvöldi og nótt, að minnsta kosti ef miða má við annríkið hjá lögreglunni víða um land. Aftonbladet segir að í Stokkhólmi og á Gotlandi hafi lögreglunni borist tvisvar sinnum fleiri erindi varðandi flugelda en árið áður. Í Gautaborg söfnuðust mörg þúsund manns saman til að skjóta upp flugeldum um miðnætti.
Í mörgum bæjum og borgum skutu ungmenni flugeldum að lögreglunni.
Á Skáni bárust lögreglunni um 900 beiðnir frá almenningi frá klukkan 18 til 05.30 en það eru tvöfalt fleiri beiðnir en á venjulegum degi.