fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Enn loga skógareldar í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 11:25

Eyðileggingin er mikil. Mynd: EPA-EFE/PETER DASILVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógareldar í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, hafa nú eyðilagt rúmlega 8.000 ferkílómetra lands að sögn slökkviliðs ríkisins.

BBC skýrir frá þessu. Mikill hiti var í ríkinu um helgina og það var ekki til að bæta ástandið hvað varðar eldana. Borgaryfirvöld í Los Angeles segja að hitinn þar í borg hafi komist í 49,4 gráður á sunnudaginn.

Reiknað er með að hitinn lækki í dag en það eykur á hættuna á útbreiðslu eldanna að hvasst er í ríkinu.

Rúmlega 14.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana um allt ríkið. Á sunnudaginn var rúmlega 200 manns bjargað með þyrlum eftir að fólkið varð innlyksa í miðju eldhafi í norðurhluta ríkisins.

Frá 15. ágúst hafa um 1.000 skógareldar kviknað í Kaliforníu, flestir af völdum eldinga. Átta manns hafa látið lífið og 3.300 byggingar hafa orðið eldi að bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna