fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Börn geta borið kórónuveiruna í öndunarfærunum vikum saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 07:15

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn geta verið með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í nefi og hálsi vikum saman án þess að sýna nokkur einkenni þess. Þetta gæti skýrt hvernig veiran berst á milli fólks án þess að það átti sig á því.

Þetta segja suður-kóreskir vísindamenn sem hafa rannsakað þetta að undanförnu. Í rannsókn sinni skrifa þeir meðal annars að dulin smit í börnum geti tengst útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu.

Í athugasemd við rannsóknina skrifa Roberta DeBiasi og Meghan Delaney, hjá Children‘s National Hospital í Washington, að þetta sé áhugaverð niðurstaða því gögn frá fullorðnum sýni að allt að 40% þeirra sýni jafnvel ekki sjúkdómseinkenni þrátt fyrir að vera sýktir. DeBiasi og Delaney tóku ekki þátt í rannsókninni. CNN skýrir frá þessu.

Niðurstöðurnar komu á sama tíma og bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, breytti leiðbeiningum um hvort taka eigi sýni úr þeim sem ekki eru með sjúkdómseinkenni. Í nýju leiðbeiningunum kemur fram að ekki þurfi að taka sýni úr öllum, sem ekki eru með einkenni COVID-19, þrátt fyrir að viðkomandi hafi verið nærri smituðum einstaklingi. Samtök bandarískra barnalækna hafa gagnrýnt þessa breytingu og segja hana „hættulegt skref aftur á bak“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót