Þetta segja suður-kóreskir vísindamenn sem hafa rannsakað þetta að undanförnu. Í rannsókn sinni skrifa þeir meðal annars að dulin smit í börnum geti tengst útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu.
Í athugasemd við rannsóknina skrifa Roberta DeBiasi og Meghan Delaney, hjá Children‘s National Hospital í Washington, að þetta sé áhugaverð niðurstaða því gögn frá fullorðnum sýni að allt að 40% þeirra sýni jafnvel ekki sjúkdómseinkenni þrátt fyrir að vera sýktir. DeBiasi og Delaney tóku ekki þátt í rannsókninni. CNN skýrir frá þessu.
Niðurstöðurnar komu á sama tíma og bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, breytti leiðbeiningum um hvort taka eigi sýni úr þeim sem ekki eru með sjúkdómseinkenni. Í nýju leiðbeiningunum kemur fram að ekki þurfi að taka sýni úr öllum, sem ekki eru með einkenni COVID-19, þrátt fyrir að viðkomandi hafi verið nærri smituðum einstaklingi. Samtök bandarískra barnalækna hafa gagnrýnt þessa breytingu og segja hana „hættulegt skref aftur á bak“.