Í samtali við Sænska ríkisútvarpið sagði hann að það sem af er ári hafi 27 morð verði framin í tengslum við starfsemi glæpagengja í landinu. Hann sagði að þetta væri þróun sem hefði átt sér stað allt frá 2012 og muni halda áfram næstu ár. Hann gagnrýndi stjórnmálamenn og valdhafa fyrir að hafa ekki hellt sér af öllu hjarta í baráttuna gegn glæpagengjum.
„Það eru margir sem mættu gera miklu meira. Það þarf stöðugt að samhæfa aðgerðir og maður getur ekki verið eins og jójó í afskiptum sínum og látið umfjöllun fjölmiðla stýra sér,“
sagði hann meðal annars. Hann sagði einnig að glæpagengi, svokölluð fjölskyldu- eða ættarglæpagengi séu mikið vandamál.
„Núna eru að minnsta kosti 40 fjölskylduglæpagengi í Svíþjóð. Svokölluð gengi. Þau eru komin til Svíþjóðar, að því er ég tel, eingöngu til að stunda skipulagða glæpastarfsemi,“
sagði hann og bætti við að hann telji að nauðsynlegt sé að skilja að það séu ekki allir sem vilja vera hluti af sænsku samfélagi:
„Öll fjölskyldan, öll ættin, öll klíkan elur börn sín upp til að þau geti tekið við stjórn gengisins. Þessi börn hafa ekki í hyggju að vera hluti af samfélaginu, allt frá fæðingu stendur metnaður þeirra til að taka við stjórn glæpastarfseminnar. Við erum ansi bláeygð hér í Svíþjóð.“