fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Hefði getað orðið mesti harmleikur norskrar sögu – Margir heilaskaddaðir á eftir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudagsins 27. ágúst var ólöglegt samkvæmi haldið í neðanjarðarbyrgi í Osló. Þar urðu tugir gesta fyrir kolsýrlingseitrun og voru nokkrir í lífshættu. Sem betur fer lést enginn en margir urðu fyrir heilaskaða. Dag Jacobsen, deildarstjóri á bráðadeild háskólasjúkrahússins í Osló, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að líklega hafi bara munað nokkrum mínútum að af hlytist mesti harmleikur norskrar sögu á friðartímum.

27 voru lagðir inn á sjúkrahús eftir samkvæmið en lögreglan telur að um 200 manns hafi verið í því. Margir fá enn aðhlynningu á sjúkrahúsum eftir slysið.

Í samtali við TV2 sagði Jacobsen að merki séu um heilaskaða en hann vilji ekki segja neitt um alvarleika þeirra. Vonast sé til að fólkið nái einhverjum bata með meðferð og endurhæfingu en ekki sé víst að það gangi eftir. Hann sagði að sú hætta fylgi ólöglegum samkvæmum sem þessum að eitthvað þessu líkt gerist og það sé full ástæða til að vara við svona samkomum.

Tveir hafa stöðu grunaðs hjá lögreglunni hvað varðar að hafa skipulagt samkvæmið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana