fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fyrrum FBI-maður segir Trump vera ógn við þjóðaröryggi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Strzok, fyrrum liðsmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir í nýrri bók sinni að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Strzok, sem var rekinn úr starfi hjá FBI, gegndi mikilvægu hlutverki í upphafi rannsóknar FBI á tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa.

CNN skýrir frá þessu og vitnar í umfjöllun New York Times. Fram kemur að í bók Strzok komi fram að þær rannsóknir sem hann stýrði hafi sýnt að forsetinn „var reiðubúinn til að fá pólitíska aðstoð frá andstæðingum á borð við Rússa og að hann hafi verið viljugur til að kollvarpa öllu því sem Bandaríkin standa fyrir“.

„Þetta er ekki ættjarðarást. Þetta er andstæða þess,“

segir í bókinni.

Strzok segir að uppsögn hans í ágúst 2018 hafi verið vegna pólitísks þrýstings frá Trump á FBI eftir að hann gagnrýndi forsetann og skrifaði pólitísk skilaboð í smáskilaboðum 2016.

Robert Mueller, sem stýrði rannsókn FBI á tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa, vék Strzok frá rannsókninni sumarið 2017 eftir að innri rannsókn hafði leitt í ljós að Strzok hafði sent Lisa Page, fyrrum lögmanni hjá FBI, skilaboð sem mátti túlka sem pólitísk. Strzok og Page áttu í ástarsambandi en þau voru bæði gift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í