CNN skýrir frá þessu og vitnar í umfjöllun New York Times. Fram kemur að í bók Strzok komi fram að þær rannsóknir sem hann stýrði hafi sýnt að forsetinn „var reiðubúinn til að fá pólitíska aðstoð frá andstæðingum á borð við Rússa og að hann hafi verið viljugur til að kollvarpa öllu því sem Bandaríkin standa fyrir“.
„Þetta er ekki ættjarðarást. Þetta er andstæða þess,“
segir í bókinni.
Strzok segir að uppsögn hans í ágúst 2018 hafi verið vegna pólitísks þrýstings frá Trump á FBI eftir að hann gagnrýndi forsetann og skrifaði pólitísk skilaboð í smáskilaboðum 2016.
Robert Mueller, sem stýrði rannsókn FBI á tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa, vék Strzok frá rannsókninni sumarið 2017 eftir að innri rannsókn hafði leitt í ljós að Strzok hafði sent Lisa Page, fyrrum lögmanni hjá FBI, skilaboð sem mátti túlka sem pólitísk. Strzok og Page áttu í ástarsambandi en þau voru bæði gift.