fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

11 ára sendi besta vini sínum skilaboð – „Öll systkin mín eru dáin“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 05:40

Frá vettvangi í Sollingen. Mynd:EPA-EFE/SASCHA STEINBACH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fundust lík fimm systkina á heimili þeirra í Sollingen í Þýskalandi. Móðir þeirra er grunuð um að hafa myrt þau. Hún reyndi síðan að taka eigið líf en það mistókst. 11 ára barn lifði harmleikinn af. Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla er það drengur og er hann sagður hafa sent besta vini sínum skilaboð eftir að hann fékk að vita hvað hafði gerst.

Börnin, sem létust, voru á aldrinum eins til átta ára. Þrjár stúlkur og tveir drengir. Lögreglan telur að móðir þeirra hafi gefið þeim eitraðar töflur og hafi síðan kyrkt þau.

Þegar börnin voru látin er hún sögð hafa farið með 11 ára syni sínum í lest til Düsseldorf. Þaðan fór drengurinn áfram með lest til móðurömmu sinnar í Mönchengladbach. Móðir hans reyndi síðan að fyrirfara sér með því að stökkva fyrir lest en það mistókst.

Lögreglan telur að drengurinn hafi ekki orðið vitni að morðunum eða að sjálfsvígstilraun móður sinnar. Honum var síðar skýrt frá hvað hafði gerst. RTL segir að eftir það hafi hann sent besta vini sínum skilaboð um þetta:

„Ég vil bara segja að við hittumst ekki aftur því öll systkin mín eru dáin,“

skrifaði hann.

Það var móðuramman sem gerði lögreglunni viðvart og voru lögreglumenn strax sendir á vettvang. Samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla var aðkoman mikið áfall fyrir lögreglumenn og sjúkraflutningamenn og komu margir þeirra grátandi út úr íbúðinni. Nágranni sagði í samtali við Focus að þegar lögreglumenn og sjúkraflutningamenn hafi komið grátandi út hafi verið ljóst að eitthvað hræðilegt hafði gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi