fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þess vegna styður fólk Biden eða Trump

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. september 2020 20:00

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska þjóðin er klofin á hinu pólitíska sviði og virðist sem gjáin á milli andstæðra fylkinga fari breikkandi og mikil heift einkennir oft orðræðuna. En af hverju styður fólk Biden eða Trump í baráttunni um forsetaembættið? Nýleg könnun varpar ljósi á ástæðurnar.

„Trúðurinn“ Trump eða „syfjaði“ Biden? Ekki kannski fögur orð sem eru notuð um frambjóðendurna og margir hugsa eflaust með sér að hér sé um tvo slæma valkosti að ræða. En hvað sjá kjósendur við þann sem þeir styðja? Þessu reyndi Pew Research Center að fá svör við í nýrri könnun þar sem tæplega 5.000 stuðningsmenn frambjóðendanna voru spurðir af hverju þeir styðja viðkomandi.

Trump

Stuðningsmenn Trump sögðust styðja hann út af:

Stjórnunarstíl hans.

Stefnumálum hans.

Af því að hann er ekki Biden.

Af því að hann stendur með bandarískum gildum og Bandaríkjamönnum.

Af því að hann er Repúblikani.

Biden

Stuðningsmenn Biden sögðust styðja hann út af:

Því að hann er ekki Trump.

Stjórnunarstíl hans.

Persónuleika hans.

Stefnumálum hans.

Af því að hann er Demókrati.

Þegar þessi atriði eru skoðuð aðeins nánar sést að 23% aðspurðra sögðu að stjórnunarstíll og framkoma Trump sé aðalástæðan fyrir að þeir styðja hann. 21% sögðu að stefnumál hans réðu mestu. 19% sögðust styðja hann af því að hann er ekki Biden. 17% sögðust styðja hann af því að hann leggi áherslu á bandarísk gildi og Bandaríkjamenn.

Hvað varðar stuðning við Biden sögðu 56% aðspurðra að þau styðji hann af því að hann er ekki Trump. 19% sögðust styðja hann vegna stjórnunarstíls hans og framkomu. 13% styðja hann vegna persónuleika hans. 9% styðja hann vegna stefnumála hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“